Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Rafmagnslaust í Rangárþingi ytra í nótt

02.09.2015 - 19:26
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Rafmagn verður tekið af klukkan 1 í nótt í Rangárþingi ytra og Ásahreppi vegna tengingar á nýjum jarðstreng í Aðveitustöð Hellu. Áætlað er að rafmagn komist aftur á um klukkan 6 í fyrramálið.

Nýr jarðstrengur Rafmagnsveitna ríkisins á milli Hellu og Hvolsvallar er nú tilbúinn í jörð og verður tengdur í nótt.

Af þeim sökum verður straumlaust á Hellu, í Ásahreppi, Holta og Landsveit ásamt efri hluta Rangárvalla í nótt 03.09.2015 frá kl. 01:00 til ca. 06:00, eins og segir á vef Rarik.

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV