Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rafmagn komið á í Önundarfirði og á Flateyri

25.01.2020 - 22:53
Mynd með færslu
 Mynd: Landsnet
Rafmagn er komið á í Önundarfirði og á Flateyri, en þar hefur ýmist verið rafmagnslaust eða keyrt á takmörkuðu varaafli síðan laust fyrir klukkan sautján í dag. Rafmagnslaust var í sveitinni í Önundarfirði og hluta Flateyrar, og þeir Flateyringar sem enn höfðu rafmagn voru beðnir að fara sparlega með það. Bilanaleit leiddi í ljós bilun í tengimúffu í aðveitustöð í Breiðdal, auk þess sem hreinsa þurfti seltu og ís af spenni.

Rafmagnstruflanir hafa verið víðar á Vestfjörðum í dag og í kvöld og nokkuð um að keyrt hafi verið á varaafli. Ekki er vitað annað en að allir viðskiptavinir Orkubús Vestfjarða hafi nú rafmagn. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV