Rafmagn hefur verið að fara og koma á aftur víða á Suðurlandi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Viðbúið er að það ástandi vari allavega meðan óveðrið stendur. Bilun er í Prestbakkalínu og veldur það rafmagnsleysi á Kirkjubæjarklaustri. Verið er að vinna í því að koma varaaflsstöð á Kirkjubæjarklaustri í gang. Varaaflsstöðin í Bolungarvík sér nú norðanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni.