Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Rafmagn að fara af og koma á aftur

07.12.2015 - 21:14
Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV
Rafmagn hefur verið að fara og koma á aftur víða á Suðurlandi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Viðbúið er að það ástandi vari allavega meðan óveðrið stendur. Bilun er í Prestbakkalínu og veldur það rafmagnsleysi á Kirkjubæjarklaustri. Verið er að vinna í því að koma varaaflsstöð á Kirkjubæjarklaustri í gang. Varaaflsstöðin í Bolungarvík sér nú norðanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni.
 

Rafmagn hefur verið að fara af og koma á aftur víða á Suðurlandi og viðbúið er að það ástand vari allavega meðan óveðrið...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 7. desember 2015

Almannavarnir biðja fólk um að halda sig hlémegin í húsum á Hvolsvelli. Þakplötur hafa verið að fjúka og þakið af Kaupfélagshúsinu var að gefa sig undan veðurofsanum.

Nú eru þakplötur farnar að fjúka á Hvolsvelli. Fólk er beðið að vera alls ekki á ferli þar og halda sig hlé megin í hú...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 7. desember 2015

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV