Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Rafdúettin Vök sigraði í Músíktilraunum

Mynd með færslu
 Mynd:

Rafdúettin Vök sigraði í Músíktilraunum

24.03.2013 - 11:55
Rafdúettin Vök bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í ár. 39 hljómsveitir tóku þátt í keppninni í ár.

Andrúmsloftið var spennu þrungið í Silfurbergi Hörpu í gærkvöld þegar úrslit Músíktilrauna fóru fram. 39 hljómsveitir skráðu sig til leiks í ár og komust ellefu hljómsveitir áfram eftir fjögur undankvöld. Aldrei hafa jafn margar ungar konur og stúlkur tekið þátt í keppninni og í ár eða alls 21. Veitt voru verðlaun fyrir hljóðfæraleik, textagerð og söng. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir úr hljómsveitinni Aragrúa var valin söngkona Músíktilrauna í ár. Í öðru sæti í keppninni var hljómsveitin In the Company of Men. Svo var komið að stóru stundinni. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur tilkynnti sigurvegarana.

Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson sem skipa dúettin voru að vonum hæstánægð með sigurinn.  

Tengdar fréttir

Tónlist

Hljómsveitin Vök sigraði í Músíktilraunum