Rafbílum fjölgar jafn og þétt hér á landi en við virðumst samt vera að dragast aftur úr frændum okkar á Norðurlöndunum í uppbyggingu innviða og í orkuskiptum í samgöngum. Stefán Gíslason ræðir í dag um rafbílavæðinguna á Norðurlöndum þar sem meira virðist vera að gerast en hér á landi.
Árið 2014 voru í Svíþjóð 58% farartækja í almenningssamgöngum knúin endurnýjanlegum orkugjöfum eins og lífdísil eða metan. Núna er þetta hlutfall komið í 67%.