Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rætt um vopnahlé í Líbíu

04.02.2020 - 13:43
epa08191645 Ghassan Salame, Special Representative of the United Nations Secretary-General and Head of the United Nations Support Mission in Libya, informs to the media about the meeting of the 5+5 Libyan Joint Military Commission at the European headquarters of the United Nations in Geneva, Switzerland, 04 February 2020.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
Ghassan Salame, erindreki Sameinuðu þjóðanna. Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa í megindráttum fallist á vopnahlé, en skilyrði þeirra liggja þó enn ekki fyrir. Þetta sagði Ghassan Salame, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líbíu, í morgun. 

Salame ræddi við fréttamenn í Genf í morgun eftir viðræður með fulltrúum deilenda hverjum í sínu lagi. Viðræður hefðu hafist í gær og yrði haldið áfram í dag. Hann kvaðst vongóður um að deilendur settust saman að samningaborði, en það virtist vilji til þess.

Þjóðarleiðtogar samþykktu í viðræðum í Berlín í síðasta mánuði að hætta öllum afskiptum í Líbíu og virða bann við sölu á vopnum þangað. 

Salame sagði að fulltrúar deilenda ætluðu að hittast í Kaíró í Egyptalandi 9. þessa mánaðar til að ræða efnahagsmál og myndu mögulega hittast aftur að hálfum mánuði liðnum í Genf.