Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ræðuritari Gore gerir ameríska útgáfu af Rétti

Mynd með færslu
Gerðar voru þrjár þáttaraðir af Rétti. Og nutu þær allar töluverðra vinsælda. Mynd: Skjáskot - RÚV

Ræðuritari Gore gerir ameríska útgáfu af Rétti

08.10.2016 - 15:51

Höfundar

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur gefið vilyrði fyrir því að framleiða prufuþátt eða „pilot“ fyrir bandaríska útgáfu af íslensku spennuþáttaröðinni Rétti sem sýnd var á Stöð 2. NBC ætlaði að endurgera þættina fyrir fjórum árum með framleiðendum Homeland og 24 en ekkert varð af þeirri framleiðslu. Sá sem skrifar handritið nú var eitt sinn ræðuritari Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram á vef Deadline.  Framleiðendunir sem hafa tekið Rétt upp á sína arma er þeir sömu og gera This is Us sem notið hafa mikilla vinsælda vestanhafs. 

Þetta er í annað sinn sem NBC reynir að endurgera Rétt - fyrir fjórum var greint frá því að sjónvarpsstöðin hefði keypt réttinn ásamt 20th Century Fox og áttu þættirnir þá að heita Ritter í höfuðið á aðalpersónunnni. 

En nú hefur þeim verið gefið nafnið Infamous og verða handritaskrifin í höndum Eli Attie. Hann var um tíma ræðuritari Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, en sneri sér síðan að sjónvarpsframleiðslu. Hann hefur meðal annars komið að gerð þátta á borð við House og The West Wing sem báðir eru margverðlaunaðir.

Að sögn Deadline segir bandaríska útgáfan frá því þegar hrokafullur lögmaður er dæmdur í fangelsi fyrir morð sem hann man ekki hvort hann hafi framið eða ekki. Honum er sleppt lausum sex árum síðar vegna formgalla á meðferð og snýr aftur á lögfræðiskrifstofu fjölskyldu sinnar.

Á meðan hann tekst á við hvert sakamálið á fætur öðru reynir hann að komast að því hvað gerðist þessa örlagaríku nótt og hvort einhver hafi egnt fyrir hann gildru.

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Menningarefni

Íslenskur Heimsendir í amerískt sjónvarp

Innlent

Endurgera Rétt í Bandaríkjunum