Ræddu njósnir og loftslagsmál

26.09.2015 - 18:39
Mynd með færslu
Xi Jinping, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti. Mynd: RÚV
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, hafa sammælst um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda fyrir ríkin tvö.

Þá hafa þeir gert samning um að binda enda á iðnaðarnjósnir milli landanna. Tölvunjósnir og stuldur á viðskiptaleyndarmálum verður bannaður og eftirlit með honum aukið. Samkomulagið tekur þó ekki til þjóðaröryggismála.

Forsetarnir tveir þinguðu í Washington í gær og snæddu kvöldverð í gærkvöldi að viðstöddum fjölda áhrifamanna og -kvenna. Kínaforseti er í ferð um Bandaríkin og hefur átt fund með fjölda viðskiptaleiðtoga og stjórnmálamanna.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi