Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ræddi við Kerry um hvalveiðar

22.05.2015 - 08:49
epa04011024 Foreign Minister of Iceland Gunnar Bragi Sveinsson speaks during a press conference with his Finnish counterpart Erkki Tuomioja (not pictured) in Helsinki, Finland, 07 January 2014.  EPA/KIMMO BRANDT FINLAND OUT
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Mynd: EPA - COMPIC
Hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni voru til umræðu á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í gærkvöldi. Bandaríkjastjórn hefur beitt íslensk stjórnvöld nokkrum þrýstingi vegna málsins.

Ráðherrarnir tveir ræddu líka alþjóðamál í víðu samhengi en þeir hittust í tengslum við fundahöld aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Bandaríkjamenn tóku nýlega við formennsku í ráðinu.

Utanríkisráðherra sagði að hvalveiðar bæri ávallt á góma á fundum með bandarískum ráðherrum eða embættismönnum, enda væri þeim skylt að ræða þetta við Íslendinga: „Við lögðum einfaldlega mikla áherslu á það að þetta einstaka mál yrði ekki til þess að spilla samskiptum ríkjanna sem hafa verið mjög góð í gegnum tíðna. Og ég held að allir séu bara allir á því að vinna að því. Við hins vegar skiljum og virðum sjónarmið hvors annars í þessu. Bandaríkjamenn finna það að það er áhersla hjá ríkisstjórn Íslands að  styrkja tengslin vestur um haf og eru mjög glaðir og ánægðir með það og vilja taka þátt í því.

Væri þá ekki leiðin til að styrkja tengslin að hætta hvalveiðum í viðskiptaskyni?

„Ja, það er að sjálfsögðu einn kostur að gera það, en það en nú þannig að við áskiljum okkur að sjálfsögðu rétt til að nýta þær auðlindir sem eru í kringum landið og gerum það og byggjum það á vísindalegum grunni", sagði Gunnar Bragi.

 

 

Sveinn Helgason