
Ræddi við Kerry um hvalveiðar
Ráðherrarnir tveir ræddu líka alþjóðamál í víðu samhengi en þeir hittust í tengslum við fundahöld aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Bandaríkjamenn tóku nýlega við formennsku í ráðinu.
Utanríkisráðherra sagði að hvalveiðar bæri ávallt á góma á fundum með bandarískum ráðherrum eða embættismönnum, enda væri þeim skylt að ræða þetta við Íslendinga: „Við lögðum einfaldlega mikla áherslu á það að þetta einstaka mál yrði ekki til þess að spilla samskiptum ríkjanna sem hafa verið mjög góð í gegnum tíðna. Og ég held að allir séu bara allir á því að vinna að því. Við hins vegar skiljum og virðum sjónarmið hvors annars í þessu. Bandaríkjamenn finna það að það er áhersla hjá ríkisstjórn Íslands að styrkja tengslin vestur um haf og eru mjög glaðir og ánægðir með það og vilja taka þátt í því.
Væri þá ekki leiðin til að styrkja tengslin að hætta hvalveiðum í viðskiptaskyni?
„Ja, það er að sjálfsögðu einn kostur að gera það, en það en nú þannig að við áskiljum okkur að sjálfsögðu rétt til að nýta þær auðlindir sem eru í kringum landið og gerum það og byggjum það á vísindalegum grunni", sagði Gunnar Bragi.