Ræddi sérstaklega mikilvægi Icelandair við Pompeo

18.03.2020 - 17:34
epa08301771 US Secretary of State Mike Pompeo speaks to the media about the coronavirus COVID-19 pandemic, which he referred to as the 'Wuhan virus', at the State Department in Washington, DC, USA, 17 March 2020. Efforts to contain the pandemic have caused travel disruptions, sporting event cancellations, runs on cleaning supplies and food and other inconveniences.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu um samtal Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í gær, sem Guðlaugur fór fram á vegna ferðabanns bandarískra yfirvalda.

Í yfirlýsingu ráðuneytisins kemur fram að Pompeo hafi hrósað Íslendingum fyrir viðbrögð sín við COVID-19 faraldrinum. Ráðherrarnir hafi sammælst um að ræða þurfi sérstaklega efnahagsleg áhrif faraldursins og Guðlaugur Þór ræddi þar sérstaklega um mikilvægi Icelandair í því samhengi. 

Ráðherrarnir ítrekuðu svo mikilvægi þess að Ísland og Bandaríkin ættu áfram í góðum samskiptum.

 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi