Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ræða stuðning við Sigmund á fundinum

04.04.2016 - 11:37
Mynd: RÚV / RÚV
„Við erum bara að vinna okkur í gegnum þetta og ég held að það sé réttast að klára þingflokksfundinn fyrst þar sem við erum öll saman komin,“ segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, inntur eftir viðbrögðum við fréttaskýringaþætti Kastljóss og Reykjavík Media um Panama-skjölin.

Aðspurður hvort þingflokkurinn styðji formanninn segir Willum; „Það er auðvitað það sem við erum að fara ræða hér á eftir og hann á fullan stuðning inn í þingflokksfundinn, það er alveg ljóst.“

Hefur málið haft áhrif á stjórnarsamstarfið? „Þetta er bara ekki komið það langt. Þeir [innsk; sjálfstæðismenn] verða bara að leiða sig í gegnum sína stöðu og við okkar og svo kannski í kjölfarið geta menn farið að tala um svoleiðis hluti.“