Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ráðist á bænahús í Kabúl

25.03.2020 - 08:28
Afghan police arrive at the site of an attack in Kabul, Afghanistan, Wednesday, March 25, 2020. Gunmen stormed a religious gathering of Afghanistan's minority Sikhs in their place of worship in the heart of the Afghan capital's old city on Wednesday, a minority Sikh parliamentarian said. (AP Photo/Rahmat Gul)
Afganskir lögreglumenn nærri bænahúsinu í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst á hendur sér árás á bænahús hindúa og sikka í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun.

Vopnaðir menn réðust inn í bænahúsið laust fyrir klukkan átta að staðartíma, en talið að þá hafi verið þar inni um 150 manns. Öryggissveitir voru þegar sendar á vettvang og geisa nú bardagar við bænahúsið.

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa áður ráðist á hindúa og sikka í Afganistan. Nítján létu lífið í sjálfsvígsárás samtakanna í Jalalabad fyrir tæpum tveimur árum.