Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ráðherrar ræða stöðu Íslands á gráum lista

22.10.2019 - 08:54
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Rætt verður um stöðu Íslands á gráum lista FATF, alþjóðlegum starfshóp um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag.

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vefnum. Fyrir þingnefndina koma Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Uppfærður listi FATF var kynntur á föstudagsmorgun og þá var Ísland komið á hann. Á listanum eru lönd sem eru ekki talin hafa gripið til nægra aðgerða í málaflokknum. Ísland er nýtt á lista, ásamt Mongólíu og Simbabve. Á listanum eru meðal annars Panama, Pakistan, Sýrland og Jemen. Eþíópía, Sri Lanka og Túnis hafa bætt stöðu sína og fara því af listanum.

Áslaug Arna hefur sagt ákvörðun FATF vera mikil vonbrigði því stjórnvöld hafi reynt að koma í veg fyrir það með aðgerðum. Íslensk stjórnvöld mótmæltu þessari ákvörðun FATF fyrir helgi og segja hana ekki endurspegla stöðu landsins.