Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ráðherra vill íhuga að minnka hvalveiðar

20.07.2015 - 14:14
epa04011024 Foreign Minister of Iceland Gunnar Bragi Sveinsson speaks during a press conference with his Finnish counterpart Erkki Tuomioja (not pictured) in Helsinki, Finland, 07 January 2014.  EPA/KIMMO BRANDT FINLAND OUT
 Mynd: EPA - COMPIC
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir að Íslendingar eigi að íhuga það að draga úr hvalveiðum vegna gagnrýninnar sem veiðarnar sæta á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherra í Skessuhorni.

Í viðtalinu segist Gunnar Bragi hafa orðið var við það að Íslendingar séu litnir hornauga vegna veiðanna. Hvalveiðarnar standi í vegi fyrir ýmsu í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og Íslandi sé ekki boðið á ráðstefnur um málefni hafsins. Það sé því umhugsunarefni hvort Ísland ætti að koma til móts við alþjóða hvalveiðiráðið, til að mynda með því að veiða færri hvali.

Umfjöllun Skessuhorns má lesa hér.

hallaoddny's picture
Halla Oddný Magnúsdóttir
dagskrárgerðarmaður