Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ráðherra frestar ferð til Brussel

08.12.2011 - 15:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Fundum Jóns Bjarnasonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með framkvæmdastjórum stækkunarmála og landbúnaðarmála Evrópusambandsins hefur verið frestað til loka janúar.

Jón lýsti því yfir á Alþingi í haust að hann væri tilbúinn að fara til Brussel að hitta hina háu herra, eins og hann orðaðið það til að ræða þær áætlanir sem þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að opna samningakafla um landbúnað. Til stóð að ráðherrann færi í þessari viku og búið var að ákveða fund með Stefan Füle á síðdegis á morgun. Jón frestaði hins vegar förinni þar sem ekki tókst að fá fund með landbúnaðarstjóranum meðan Jón ætlaði að vera í Brussel. Á meðan frestast sú vinna sem Evrópusambandið setur sem skilyrði fyrir opnun kaflans.