Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með pyntingum er nú stödd á Íslandi í fyrsta sinn í sjö ár. Hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra. Afstaða, félag fanga, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að það hafi fyrir helgi átt fund með nefndinni og að fyrsta spurning nefndarmanna hafi verið hvers vegna fangelsismálastjóri hafi brosað þegar spurt var um hlutverk Afstöðu.