Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Puy-linsurósmarín- og hvítlaukssúpa

03.12.2015 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm
Þessi súpa er í algjöru uppáhaldi. Ég smakkaði svipaða súpu hjá Ölla svila mínum á Súpubarnum og svo reyndi ég að herma af því ég kunni ekki við að biðja hann um uppskriftina, fyrirgefðu Ölli minn. Ég held mér hafi tekist vel til og er ánægð með mig. Ég geri þessa svakalega oft, af því hún er svo brjálæðislega góð og líka holl!

Puy linsurósmarín og hvítlaukssúpa

1 stór blaðlaukur eða 2 litlir
1 1/2 dl grænar/brúnar/puy linsur
6-8 hvítlauksrif, pressuð
1 1/2 tsk. Himalaya- eða sjávarsalt
2 msk. lífrænn gerlaus grænmetiskraftur
1 krukka maukaðir tómatar
500 ml vatn
3-4 greinar ferskt rósmarín
1 1/2 msk. timjan (þurrkað)
4-6 gulrætur (ferð eftir stærð – 4 stórar eða 6 fremur litlar)
250 ml rjómi (1 peli)
2 cm kombuþari/beltisþari (má sleppa en gerir linsurnar auðmeltari og gefur líka kraft og bragð)
Graslaukur til að skreyta með í lokin og bragðbæta (má sleppa)

*Ég set oft í lokin 2 marin hvítlauksrif í viðbót og eina grein af rósmarín í viðbót.

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir