Pútín áfram forseti Rússlands

19.03.2018 - 08:58
epa06184628 Russian President Vladimir Putin at a news conference on the results of the BRICS summit in Xiamen, China, 05 September 2017.  EPA-EFE/MIKHAIL KLIMENTYEV / SPUTNIK/ KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT/SPUTNIK
 Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL
Vladimir Pútín verður forseti Rússland í sex ár til viðbótar að minnsta kosti eftir að hann vann yfirburðasigur í forsetakosningunum í Rússlandi í gær. Þegar nærri öll atkvæði höfðu verið talin hafði hann hlotið nærri 77 prósent þeirra. Það er besta kosning sem hann hefur hlotið í forsetakosningum hingað til.

 

Pútín sem hefur ríkt í Rússlandi sem annað hvort forseti og forsætisráðherra frá árinu 1999 nú ekkert til fyrirstöðu að hefja sitt fjórða kjörtímabil sem forseti. Pútín  var kynntur sem sigurvegar á fjöldafundi  í Moskvu eftir að úrslit voru kunn. 

Pútín sagði meðal annars í ávarpi sínu að mikilvægt væri að halda einingu Rússlands og halda fram á við. Sameinaðir gætu Rússar tekist á við verkefni framtíðarinnar í nafi Rússlands.
 
Pútín sagði  kjósendur hefðu með því að kjósa hann til áframhaldandi setu á forsetastóli verið að bregast við árangri sem náðst hefði á síðustu árum. Hann svaraði ekki spurningu fréttamanna um hvort hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta að sex árum liðnum. Hann sagði spurninguna fyndna og spurði á móti hvort menn héldu að hann ætlaði að vera forseti Rússlands þar til hann yrði hundrað ára gamall.

Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, sem gagnrýnt hefur spillingu Pútíns og stjórnarliðs hans, var meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafði hlotið dóm sem hann segir að hafi verið af pólitískum rótum runninn. 

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi