Póstnúmerið 311 villi um fyrir ferðamönnum

28.07.2014 - 09:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps skoðar nú hvort hægt sé að breyta póstnúmeri svæðisins og flokka sveitarfélagið þannig með Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í Skessuhorni.

Að sögn Eggerts Kjartanssonar, oddvita, er beiðnin eðlileg, ekki síst hvað varðar ferðaþjónustu. Það villi um fyrir ferðamönnum að póstnúmerið, 311, er keimlíkt póstnúmerum í Borgarfirði, en ekki á Snæfellsnesi. Til að mynda er póstnúmerið í Borgarnesi í 310. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi