Poldark-þáttaröð Heiðu heldur áfram

Poldark-þáttaröð Heiðu heldur áfram

09.04.2015 - 16:35

Höfundar

BBC hefur ákveðið að framleiða aðra þáttaröð af Poldark sem skartar meðal annars Heiðu Rún Sigurðardóttur í aðalhlutverki. Íslendingar ættu að kannast við hana úr íslensku sjónvarpsþáttunum Hraunið. RÚV hefur þegar keypt sýningarréttinn að fyrstu þáttaröð Poldark og hefjast sýningar fljótlega.

Greint var frá því í gær að BBC ætlaði að framleiða aðra þáttaröð af sjónvarpsþáttunum. Þættirnir hafa slegið rækilega í gegn á Bretlandseyjum, eru ein vinsælasta þáttaröðin hjá BBC1 í heilan áratug og hefur mest náð 8,1 milljón áhorfenda. 

Heiða Rún, eða Heida Reed eins og leikkonan kallar sig á Englandi, hefur verið nokkuð áberandi í breskum fjölmiðlum eftir að þættirnir voru frumsýndir. Hún sagði meðal annars í viðtali við London Evening Standard að hana dreymdi ekki um frægð og frama heldur væri hjarta hennar í leikhúsinu.

Meðal aðdáenda íslensku leikonunnar er íslenska sendiráðið í London

Þá verður leikkonan gestur í morgunþætti Channel4 á sunnudag. 

Ástarsenur þáttanna hafa vakið nokkra athygli en Heiða Rún sagði í samtali við breska blaðið Independent að þær væru allar mjög smekklega útfærðar og að þær hefðu allar sinn tilgang þótt þær væru neitt aðalatriði.