
Play stefnir á jómfrúarferð í desember
Flugfélagið WOW air var lýst gjaldþrota fyrr á þessu ári og síðan þá hafa nokkrir af fyrrverandi stjórnendum unnið að stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem þeir kynntu til sögunnar fyrir rétt tæpri viku undir nafninu Play. 2500 manns hafa sótt um vinnu hjá félaginu á þessum stutta tíma. Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, var gestur Kastljóss í kvöld.
Áfangastaðirnir fyrst um sinn verða Kaupmannahöfn, London, París, Tenerife og Alicante. Með vorinu segir Arnar að stefnt sé að því að fljúga einnig til Bandaríkjanna. „Við ætlum að einblína á austurströnd Ameríku og þessir staðir sem við eru að horfa til eru Boston, New York, Baltimore og Toronto í Kanada.“
Að sögn Arnars ætlar Play að vera með flugresktrarleyfi frá upphafi reksturs. „Það var ekki þannig hjá Iceland Express og WOW svo dæmi séu tekin. Það tók WOW um tvö ár að sækja sér flugrekstarleyfi.“ Þegar flugrekstarleyfi verði komið í höfn verði opnað fyrir farmiðasölu. Það komi í ljós á næstu dögum hvenær jómfrúarferð félagsins verði farin en félagið bindur vonir við að farið verði í loftið á þessu ári. Næstu sólarhringari skeri úr um það.