Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Pitchfork velur sjö ómissandi hljóðritanir Hildar

epa08188414 Hildur Gudnadottir attends the 73rd annual British Academy Film Award at the Royal Albert Hall in London, Britain, 02 February 2020. The ceremony is hosted by the British Academy of Film and Television Arts (BAFTA).  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA - RÚV

Pitchfork velur sjö ómissandi hljóðritanir Hildar

12.02.2020 - 12:50

Höfundar

Sögulegur árangur Hildar Guðnadóttur hefur ekki farið framhjá tónlistarvefritinu Pitchfork. Vefritið hefur valið sjö ómissandi hljóðritanir tónskáldsins.

Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur á skömmum tíma sópað að sér öllum helstu verðlaunum kvikmyndageirans á skömmum tíma. Á sunnudag fékk hún fyrst Íslendinga Óskarsverðlaun en áður hafði hún unnið Golden Globe-verðlaun, Emmy-verðlaun og BAFTA-verðlaun.

Áður en Hildur varð að einu umtalaðasta kvikmyndatónskáldi heims hafði hún unnið að tónlist með fjölbreyttum hópi listamanna og hljómsveita, eins og múm, Jóhanni Jóhannssyni,  Ben Frost, Pan Sonic, Jamie Lidell, the Knife og David Sylvian.

En eins og tónlistarvefritið Pitchfork nefnir, í grein þar sem tíndar eru til sjö ómissandi hljóðritanir Hildar, skapaði hún einkennandi hljóm ein sín liðs, eða í stöku tví- eða þríeyki, þar sem bræddir eru saman drynjandi hljómar og samtímaklassík. „Hún getur kallað fram heilu heimana með einungis nokkrar vel valdar nótur að vopni. Melankólía hefur sjaldan verið tjáð af jafn mikilli yfirvegun,“ segir í greininni.

Hljóðritanirnar sem blaðamaður Pitchfork telur endurspegla best hljóðheim Hildar eru til að mynda að finna á hljómplötunum Good Sounds, sem var ein af fyrstu plötunum þar sem Hildur var leiðandi sellóleikari, og á sólóplötum hennar Without Sinking og Saman. Grein Pitchfork má lesa hér.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Líður eins og landsliðinu“

Kvikmyndir

„Fann fyrir mikilli ást og stuðningi í salnum“

Tónlist

Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu