Piparúða beitt gegn mótmælendum í Hong Kong

13.08.2019 - 15:39
Erlent · Asía · Asía · Hong Kong · mótmæli
epa07771377 Protesters hand out flyers during a sit-in against police violence in Hong Kong Chek Lap Kok International Airport, Hong Kong, China, 13 August 2019. Air passengers are facing a second day of disruption as most outbound flights from Hong Kong were again cancelled on 13 August as thousands of anti-government protesters occupied the airport terminal.  EPA-EFE/LAUREL CHOR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Óeirðarlögregla beitti piparúða gegn mótmælendum í nágrenni flugvallar Hong Kong er lögregla reyndi að flytja slasaðan mann í sjúkrabíl. Tveir mótmælendur voru handteknir.

Nokkur hundruð mótmælendur umkringdu bíl óeirðarlögreglunnar sem fylgdi sjúkrabílnum eftir. Lögreglumennirnir fóru út úr bílnum og gripu til piparúða til að tvístra mótmælendum og koma manninum í sjúkrabílinn.

Stór mótmæli hafa verið við flugvöllinn og fjölda fluga verið frestað af þeim sökum. Mótmælendur hafa reynt að hindra för farþega á leið frá Hong Kong, en sumir hafa komist í gegn.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi