Philadelphia og Portland tryggðu oddaleiki

epa07559774 Portland Trail Blazers center Enes Kanter (C) turns to the basket as Denver Nuggets forward Paul Millsap (L) and Denver Nuggets center Nikola Jokic (R) of Serbia defend during the Western Conference second round playoff game six between the Denver Nuggets and the Portland Trail Blazers at the Moda center in Portland, Oregon, USA, 09 May 2019.  EPA-EFE/STEVE DIPAOLA  SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Philadelphia og Portland tryggðu oddaleiki

10.05.2019 - 06:46
Bæði Portland Trailblazers og Philadelphia 76ers náðu að tryggja sér oddaleik í einvígjum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Philadelphia hafði betur á heimavelli gegn Toronto Raptors með 112 stigum gegn 101 og Portland vann Denver Nuggets 119-108.

Bakverðirnir Damian Lillard og CJ McCollum skoruðu samanlagt 62 stig fyrir Portland í nótt, þar sem Lillard var með 32 stig. Rodney Hood kom sterkur inn af bekknum með 25 stig. Lengi framan af leit út fyrir Denver ætlaði að tryggja sæti sitt í undanúrslitum NBA, en heimamenn sigu framúr þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Þeir juku smám saman á forskot sitt og var sigurinn aldrei í hættu í fjórða leikhluta. Nikola Jokic var allt í öllu í liði gestanna, skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 24 stig og tók 10 fráköst.

Philadelphia nánast valtaði yfir Toronto í nótt, en mestur var munurinn 24 stig á milli liðanna í fjórða leikhluta. Jimmy Butler skoraði 25 stig fyrir heimamenn í Philadelphia, Ben Simmons skoraði 21 stig og Joel Embiid skoraði 17 stig og tók 12 fráköst. Kawhi Leonard fór fyrir liði gestanna með 29 stig og 12 fráköst, næstur honum var Pascal Siakam með 21 stig. Oddaleikirnir verða háðir á sunnudag.