Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Perlufesti í Öskjuhlíð hlutskörpust

24.10.2013 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Stúdentaíbúðir munu rísa á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar, í nágrenni Háskólans í Reykjavík samkvæmt vinningstillögu í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um skipulag Öskjuhlíðar.

Í tillögunni er lagt til að söguminjar verði verndaðar og merktar. Gert er ráð fyrir að net stíga liggi um Öskjuhlíðina, einn þeirra, svokölluð Perlufesti verði lögð í kring um Perluna og tengi saman áhugaverða staði.

Landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Svava Þorleifsdóttir hjá teiknistofunni Landslagi unnu tillöguna.