Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Perlan sokkin í Reykjavíkurhöfn

02.11.2015 - 11:25
Mynd með færslu
 Mynd: Berghildur Erla Bernharðsdótti
Mynd með færslu
 Mynd: Berghildur Erla Bernharðsdótti
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Berghildur Erla Bernharðsdótti
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Sanddæluskipið Perlan er sokkið í Reykjavíkurhöfn. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn rétt fyrir klukkan ellefu en skipið var sokkið um hálftíma síðar. Perlan hefur verið í slipp síðustu vikur en var sjósett í morgun.

Skipið situr á botninum og aðeins möstrin standa upp úr. Lögregla lokaði bryggjunni til öryggis fyrir stuttu. Perlan var bundin við bryggju og því mikið álag á bryggjunni. 

Slökkvilið fékk tilkynningu um leka og slagsíðu á skipinu kl. 10:42 í morgun. Vakstjóri Slökkviliðs segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn. Þegar slökkvilið kom á staðinn var framhlutinn nánast kominn í kaf. Slökkviliðsmaður og vélstjóri fóru um borð en þá fór afturhluti skipsins að sökkva mjög hratt. Hann segir það mikla mildi að enginn skyldi slasast. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga félaga sínum en vélstjóranum var bjargað frá borði í miklum bratta og hávaða og látum að sögn vaktstjóra. Hann segir að líklega hafi gleymst að loka botnlokum þegar skipið var sjósett. 

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að skipið hafi sokkið hratt þegar slökkvilið var rétt byrjað að dæla sjó úr því. Slökkviliðsmenn hafi því ekki ráðið við neitt. Hann segir að hafnaryfirvöld vilji leysa málið einhvern veginn en hvað það taki langan tíma eigi eftir að koma í ljós. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV