Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Pépé hetja Arsenal

epa07947512 Nicolas Pepe (2R) of Arsenal celebrates with teammates after scoring the winning goal during the UEFA Europa League Group F match between Arsenal London and Vitoria Guimaraes in London, Britain, 24 October 2019.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Pépé hetja Arsenal

24.10.2019 - 21:05
Arsenal vann nauman 3-2 sigur gegn Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Kantmaðurinn Nicolas Pépé var hetja Skyttanna í leiknum.

Arsenal hefur átt brösugu gengi að fagna á tímabilinu heimafyrir en í Evrópudeildinni voru þeir með fullt hús eftir fyrri tvo leiki sína í riðlakeppninni. Liðið fékk Vitoria frá Portúgal í heimsókn á Emirates-völlinn í Lundúnum í kvöld þar sem Marcus Edwards, sem var uppalinn hjá erkifjendum Arsenal í Tottenham, kom þeim portúgölsku yfir. Brassinn ungi Gabriel Martinelli jafnaði leikinn fyrir Arsenal en Bruno Duarte kom Vitoria aftur í forystu fyrr leikhléið.

Staðan var enn 2-1 þegar Nicolas Pépé kom inn á sem varamaður fyrir Alexandre Lacazette þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Pépé hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en hann kostaði Arsenal meira en 70 milljónir punda í sumar. Honum tókst loks að sýna sitt rétta andlit í kvöld en hann jafnaði leikinn á 80. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu, áður en hann skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma, aftur beint úr aukaspyrnu. 3-2 sigur Arsenal því staðreynd og níu stig af níu mögulegum í riðlinum.

Á sama tíma vann Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi 2-1 sigur gegn Standard Liege frá Belgíu í sama riðli. Arsenal er á toppi F-riðilsins með níu stig, næst kemur Frankfurt með sex, Standard er með þrjú og Vitoria er án stiga.

Þá var landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í byrjunarliði Malmö sem vann 2-1 heimasigur gegn Lugano frá Sviss í B-riðli. Malmö er með fjögur stig í þriðja sæti riðilsins einu á eftir toppliðum FC Kaupmannahöfn og Dynamo Kiev sem gerðu 1-1 jafntefli í kvöld.

Félagi hans í landsliðinu, Jón Guðni Fjóluson, spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 sigri Krasnodar gegn Trabzonspor í Tyrklandi. Krasnodar fékk þar fyrstu stig sín í C-riðli.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill
Sevilla 3-0 Dudelange

1-0 Franco Vazquez ('48)
2-0 Franco Vazquez ('75)
3-0 Munir El Haddadi ('78)

B-riðill
Dynamo Kiev 1-1 FC Kaupmannahöfn

0-1 Pieros Sotiriou ('2)
1-1 Artem Shabanov ('53)

Malmö FF 2-1 Lugano
1-0 Jo Inge Berget ('13 , víti)
2-0 Guillermo Molins ('32)
2-1 Alexander Gerndt ('50)

C-riðill
Getafe 0-1 Basel

0-1 Fabian Frei ('18)
Rautt spjald: Kevin Bua, Basel ('74)

Trabzonspor 0-2 FK Krasnodar
0-1 Marcus Berg ('49)
0-2 Tonny Vilhena ('90)

D-riðill
Sporting 1-0 Rosenborg

1-0 Yannick Bolasie ('70)

PSV 0-0 LASK Linz

E-riðill
Celtic 2-1 Lazio

0-1 Manuel Lazzari ('40)
1-1 Ryan Christie ('67)
2-1 Christopher Jullien ('89)

Rennes 0-1 Cluj
0-1 Ciprian Deac ('9)
0-1 Mbaye Niang ('28 , misnotað víti)
Rautt spjald: Edouard Mendy, Rennes ('5) Eduardo Camavinga, Rennes ('46) Mateo Susic, Cluj ('82)

F-riðill
Arsenal 3-2 Vitoria Guimaraes

0-1 Marcus Edwards ('8)
1-1 Gabriel Martinelli ('32)
1-2 Bruno Duarte ('36)
2-2 Nicolas Pépé ('80)
3-2 Nicolas Pépé ('90)

Eintracht Frankfurt 2-1 Standard
1-0 David Angel Abraham ('28)
2-0 Martin Hinteregger ('73)
2-1 Selim Amallah ('82)