Pence vill rannsókn á látnum lækni

17.09.2019 - 05:52
epa07809259 US Vice-President Mike Pence (L) and and his wife Karen Pence wave after arriving at Okecie Airport to the ceremony marking 80th anniversary of World War II outbreakin in Warsaw, Poland, 01 September 2019. Pence represent US President Donald Trump, who has had to postpone his visit planned for 01-02 September, explaining that all federal government resources need to be focused on the incoming hurricane Dorian.  EPA-EFE/Rafal Guz POLAND OUT
 Mynd: EPA
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir mál læknisins Ulrich Klopfer eiga að snerta samvisku allra Bandaríkjamanna. Yfir 2.200 vel varðveitt fóstur fundust á heimili Klopfers að honum látnum. 

Klopfer var læknir í Indiana þegar Pence var ríkisstjóri þar. Pence segir læknaleyfið hafa verið tekið af Klopfer í stjórnartíð hans. Þá voru jafnframt samþykkt lög í Indiana um að dánum fóstrum væri sýnd virðing. Pence kallar eftir ítarlegri rannsókn á verkum Klopfers. Koma verði fram af virðingu við dánu fóstrin. Þá segir hann að fólk sem verji þungunarrofsrétt kvenna eigi að skammast sín. „Við stöndum ávallt með hinum ófæddu," skrifar Pence á Twitter. 

Alls fundust 2.246 vel farðveitt fóstur á heimili Klopfers þegar ættingjar hans voru að hreinsa íbúðina eftir andlát hans. Klopfer lést 3. september. Hann gerði þúsundir þungunarrofsaðgerða á starfstíma sínum í norðurhluta Indiana, þar til starfsleyfi hans var tekið af honum árið 2016. Ekki er vitað hvaðan fóstrin á heimili hans koma, en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs sjást engar vísbendingar um að hann hafi gert aðgerðir heima hjá sér.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi