Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Páskaeggjahámið á RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett

Páskaeggjahámið á RÚV

16.04.2019 - 11:43

Höfundar

Páskahámið er hafið í spilara RÚV. Þar má nú finna páskaegg í formi þáttaraða og kvikmynda, bæði íslenskt og erlent efni, sem hægt verður að gæða sér á yfir helgidagana. Þar af eru tvær þáttaraðir frumsýndar, Atlanta og sjötta þáttaröð House of Cards.

Páskaeggin verða í spilaranum til 24. apríl og má þar finna ýmislegt gómsætt. Hér að neðan er listi yfir nokkur þeirra sem leynast í spilara RÚV.


House Of Cards
 Mynd: Netflix

Spilaborg 6 (House of cards VI)

Sjötta og síðasta þáttaröð Spilaborgar um forsetahjónin Frank og Claire Underwood er frumsýnd í spilaranum. Claire hefur tekið við forsetaembættinu eftir andlát Franks en kemst fljótlega að því að hún á ekki marga bandamenn, hvorki innan Hvíta hússins né utan þess. Með aðalhlutverk fara Robin Wright, Michael Kelly, Diane Lane, Greg Kinnear og Campbell Scott. 

Horfðu á Spilaborg hér.


Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - Atlanta

Atlanta

Atlanta er gamanþáttaröð um tvo frændur sem reyna að stofna til betra lífs fyrir sig og fjölskyldur sínar. Earl flosnaði upp úr háskólanámi og býr inni á barnsmóður sinni sem hann á í stopulu sambandi við. Þegar hann kemst að því að frændi hans er við það að slá í gegn sem rapptónlistarmaður gerist hann umboðsmaður hans og saman reyna þeir að komast á toppinn í rappsenu Atlanta. Með aðalhlutverk fara Donald Glover, Brian Tyree Henry, LaKeith Stanfield og Zazie Beetz.

Horfðu á Atlanta hér.


Saga Noren við Stórabeltisbrúnna.
 Mynd: Broen

Brúin (Broen IV)

Rannsóknarlögreglumennirnir Saga Norén og Henrik Saboe þurfa enn á ný að taka höndum saman í fjórðu og síðustu þáttaröð Brúarinnar þegar sænsku og dönsku lögreglunni er falið að rannsaka í sameiningu óhugnanleg morðmál. Með aðalhlutverk fara Sofia Helin og Thure Lindhardt.

Horfðu á Brúna hér.


Mynd með færslu
 Mynd: Bagogames - Flickr

Trúður (Klovn VII)

Félagarnir Frank og Casper snúa aftur í sjöundu þáttaröð dönsku gamanþáttanna Trúðs, eða Klovn. Frank er hrakfallabálkur fram í fingurgóma og tekst alltaf að koma sér og vinum sínum í vandræðalegar aðstæður. Með aðalhlutverk fara Frank Hvam, Casper Christiansen, Mia Lyhne og Lene Nystrøm. 

Horfðu á Trúð hér.


Mynd með færslu
 Mynd:

Týndu drengirnir í Hvergilandi (Leaving Neverland)

Ný og umtöluð heimildarmynd í tveimur hlutum um meint kynferðislegt ofbeldi poppstjörnunnar Michaels Jacksons gegn ungum drengjum. Myndin er byggð á viðtölum við tvo menn og fjölskyldur þeirra sem lýsa áralangri misnotkun Jacksons á mönnunum sem hófst þegar þeir voru barnungir. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni 25. janúar.

Horfðu á Týndu drengina í Hvergilandi hér.


Mynd með færslu
 Mynd: BBC

Matur: Gómsæt vísindi (Food: Delicious science)

Heimildarþáttaröð í þremur hlutum frá BBC þar sem Michael Mosley og grasafræðingurinn James Wong rannsaka eðlis-, efna- og líffræði hvers matarbita. Þeir fjalla meðal annars um hvernig maturinn sem við innbyrðum heldur líkama okkar hraustum, þeir ferðast um heiminn og skoða hvers vegna matur bragðast vel og rannsaka hvernig efnafræðileg samsetning matar hefur áhrif á heilastarfsemi okkar og langanir.

Horfðu á Gómsæt vísindi hér.


Mynd með færslu
 Mynd: Loðmfjörð - Bíó Paradís

Blindrahundur

Heimildarmynd um ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andréssonar sem lést 2007, aðeins 52 ára að aldri. Báðir foreldrar Birgis voru blindir og hann ólst upp í húsi Blindrafélagsins þar sem hann var sá eini með fulla sjón.

Horfðu á Blindrahund hér.


Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Mannasiðir

Íslensk mynd um menntaskólanema sem er ákærður fyrir að nauðga skólasystur sinni. Hann neitar sök en á sér ekki viðreisnar von innan veggja skólans þar sem stúlkan á sterkt stuðningsnet. Leikstjóri og handritshöfundur er María Reyndal, en myndin er byggð á útvarpsleikriti sem María skrifaði og leikstýrði fyrir RÚV 2017.  Leikritið var tilnefnt til Grímuverðlaunanna. Með aðalhlutverk fara Eysteinn Sigurðarson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Álfrún Laufeyjardóttir.

Horfðu á Mannasiði hér.


Mynd með færslu
 Mynd:

Með okkar augum

Áttunda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags.

Horfðu á Með okkar augum hér.


Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Kveikur

Vikulegur fréttaskýringaþáttur sem tekur á málum bæði innanlands og utan. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa einnig Ingólfur Bjarni Sigfússon, Sigríður Halldórsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson og Lára Ómarsdóttir.

Horfðu á Kveik hér.