Allt að 57% verðmunur var á páskaeggjum á milli verslana í verðlagskönnun ASÍ í matvöruverslunum 20. mars. Ódýrustu eggin var langoftast að finna í Bónus en þau dýrustu oftast í Hagkaup. Oftast var lítill munur á verði páskaeggja í Bónus og Krónunni.