Pappírinn ekki úr regnskógunum

Mynd með færslu
 Mynd:

Pappírinn ekki úr regnskógunum

24.02.2014 - 14:09
Hugmyndir um að pappír sé unninn úr viði úr regnskógunum hafa stundum verið á sveimi og með því að spara pappír verði regnskógunum hlíft. Sú er ekki raunin. Pappír er að mestu unninn úr ræktuðum skógum en engu að síður er mikilvægt að fara vel með pappír og nota ekki meira en þörf krefur.

Því jafnvel þótt unnið sé úr sjálfbærum skógum er vinnslan orkufrek. Og með því að endurvinna pappír sparast töluvert þeirrar orku sem annars þyrfti til. 

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur fjallar um pappír, vinnslu og endurvinnslu, í Sjónmáli í dag.

Sjónmál mánudaginn 24. febrúar 2014