
Nafn Prince hefur lengi verið tengt fjólubláa litnum en eitt frægasta lag hans heitir „Purple Rain“ (fjólublátt regn), af samnefndri breiðskífu – sem var hljóðrás samnefndrar kvikmyndar frá 1984 sem Prince framleiddi, lék aðalhlutverkið í og samdi tónlist fyrir. Fjólublái liturinn sem Pantone unnu í samstarfi við dánarbú Prince ber nafnið Love Symbol #2, eftir einkennismerki söngvarans og fjólubláum flygli sem hann hannaði í samstarfi við Yamaha og var gerður opinber stuttu fyrir andlát hans á síðasta ári.
BOOM (FROM LOTUSFLOWER) ON THIS NEWLY ARRIVED PURPLE PRESENT FROM YAMAHA.... "RESOUNDING!" pic.twitter.com/cXwRPi1wzG
— Prince (@prince) April 12, 2016
Í yfirlýsingu frá talsmanni dánarbús Prince segir að fjólublái liturinn hafi verið samofinn tónlistarmanninum og með tilurð þessa litatóns í palettu Pantones verði arfleið hans haldið á lofti um alla eilífð. Prince lést 21. apríl á síðasta ári aðeins 57 ára gamall úr of stórum skammti af morfínskylda lyfinu fentanýli.