Pálmi Gestsson les upp Ferðalok Jónasar

Mynd: Þjóðleikhúsið / Þjóðleikhúsið

Pálmi Gestsson les upp Ferðalok Jónasar

25.03.2020 - 15:54

Höfundar

Ljóð dagsins á sviði Þjóðleikhússins er Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson. Pálmi Gestsson les upp fyrir Bryndísi Kristjánsdóttur.

Listafólk Þjóðleikhússins leitar nú nýrra leiða til að nýta hæfileika sína og gleðja landsmenn meðan á samkomubanni stendur.

Verkefnið Ljóð fyrir þjóð fer þannig fram að almenningur getur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Daglega, frá mánudegi til föstudags, meðan samkomubannið er í gildi, fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóðleikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af einum leikara hússins á stóra sviði Þjóðleikhússins, fyrir sig einan.

Útsending hefst klukkan 16:30.

Ljóðaflutningnum er streymt beint af Þjóðleikhúsinu. Verkefnið er unnið í samstarfi menningarvefs RÚV, Rásar 1 og Þjóðleikhússins.

Vilt þú fá einkalestur frá leikara á stóra sviði Þjóðleikhússins? Veldu eitt ljóð hér að neðan eða sendu inn ósk um annað ljóð ef það finnst ekki á listanum og þú gætir verið dregin upp úr hattinum.

Tengdar fréttir

Leiklist

Ljóð fyrir þjóð: Einkalestur á ljóðum í samkomubanni