Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Palli vissi alltaf að Jóhann Jóhannsson...

Mynd: Páll Óskar / Páll Óskar

Palli vissi alltaf að Jóhann Jóhannsson...

17.02.2016 - 14:56

Höfundar

..myndi snúa sér að kvikmyndatónlist.

Poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson var á línunni í Popplandi í dag.

Við ræddum um Jóhann Jóhannson til marg-tilnefnda sem vann mikið með Palla á fyrstu plötunum hans. Jóhann var lykilmaður á þremur fyrstu plötunum hans. Á þeim tíma ræddu þeir Palli og Jóhann mikið um kvikmyndatónlist og fengu eitt og annað að láni í það sem þeir voru að gera.

Við ræddum líka um Söngvakeppnina og Palli sagði að það væru þrjú lög sem myndu bítast um sigurinn á laugardaginn.

Palli talaði líka um hvers vegna hann hafi ekki gert mikið af því að koma fram á tónlistarhátíðum hingað til, en hann er síðastur á svið í Silfurbergi (SónarClub) á opnunarkvöldi Sónar-hátíðarinnar á morgun, en hátíðin stendur alla helgina.

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.