Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Páll Valur leiðir Samfylkinguna í Grindavík

Mynd með færslu
Frá vinstri Alexander Veigar Þórarinsson, Páll Valur Björnsson og Marta Sigurðardóttir.  Mynd: Samfylkingin í Grindavík - Aðsend mynd
Páll Valur Björnsson, varaþingmaður Samfylkingar, skipar 1. sæti á lista flokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Listinn var kynntur í dag. Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, er í 2. sæti á listanum og Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður, er í 3. sæti.

Í tilkynningu segir að hópurinn sé spenntur fyrir baráttunni fram undan. Stefna listans verður mótuð á næstu dögum. „Grindavík er öflugt samfélag sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og við viljum gera gott samfélag betra,“ er haft eftir Páli Val i tilkynningu.

Eftirfarandi er framboðslisti Samfylkingar í Grindavík:

1. Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður.

2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi.

3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður.

4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari.

5. Sigurður Enoksson, bakarameistari.

6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri.

7. Björn Olsen Daníelsson flugvirki.

8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari.

9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi.

10. Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, bakari og konditor.

11. Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður.

12. Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari.

13. Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari.

14. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir