Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Palestínumenn fordæma áætlun Trumps

epa08173489 Palestinian President Mahmoud Abbas delivers his speech in the West Bank city of Ramallah, 28 January 2020. US President Donald J. Trump's Middle East peace plan was rejected by Palestinian leaders, having withdrawn from engagement with the White House after Trump recognized Jerusalem as the capital of Israel. The proposal was announced while Netanyahu and his political rival, Benny Gantz, both visit Washington, DC.  EPA-EFE/ALAA BADARNEH
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. Mynd: EPA-EFE - EPA
Palestínumenn fordæma nýja áætlun Donalds Trumps Bandaríkjamanna um frið milli Ísraels- og Palestínumanna. Þeir segja áætlunina treysta í sessi hernám Ísraelsmanna og brjóta gegn réttindum palestínsku þjóðarinnar.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fór hörðum orðum um nýja friðaráætlun stjórnvalda í Washington, sem Trump kynnti í gær.

Hann sagðist vilja gera þeim Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, það ljóst að Palestína væri ekki til sölu og að ekki kæmi til greina að versla með réttindi Palestínumanna. 

Abbas hvatti Palestínumenn til að standa saman gegn því samsæri sem miðaði að því að gera málstað þeirra að engu. Baráttunni gegn ólöglegu hernámi Ísraelsmanna yrði haldið áfram og áfram yrði lögð höfuðáhersla á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með Jerúsalem sem höfuðborg.

Palestínumenn á Ísraelsþingi segja  áætlun Trumps ekkert hafa með frið að gera og það sé fjarri því að hún muni liðka fyrir viðræðum.

Stjórnvöld í Frakklandi sögðust í morgun ætla að kynna sér vandlega áætlun Trumps, en lögðu áherslu á að þau styddu tveggja ríkja lausn á deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna.