Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Páfi fer frá Mósambík til Madagaskar

06.09.2019 - 09:05
Pope Francis arrives at Zimpeto Stadium where he will celebrate a Holy Mass, in Maputo, Mozambique, Friday, Sept. 6, 2019. He flies later Friday to Madagascar for the second leg of his weeklong trip to Africa.(AP Photo/Alessandra Tarantino)
Páfi á þjóðarleikvanginum í Maputo í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Frans páfi heldur í dag til Madagaskar að lokinni heimsókn til Mósambík. Páfi kom til Mósambík í fyrradag, en á síðasta degi heimsóknarinnar söng hann messu á þjóðarleikvanginum í höfuðborginni Maputo.

Í ræðu sinni fjallaði hann um stríð og frið, baráttuna gegn fátækt, spillingu embættis- og kaupsýslumanna og umhverfisvernd. Páfi sagði að Mósambík réði yfir miklum auðlindum, engu að síður byggi stór hluti landsmanna við mikla fátækt.

Páfi fjallaði um mikla eyðingu skóga í Mósambík, en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum hefur skógi verið þar eytt á átta milljónum hektara lands síðan á áttunda áratug síðustu aldar eða álíka stóru svæði og Portúgal.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV