Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Óvíst um heimflutninga á Róhingjum

15.11.2018 - 11:12
Erlent · Asía · Róhingjar
epa07166871 Rohingya refugees shout slogans during a protest against a disputed repatriation programme at the Unchiprang refugee camp near Teknaf, Bangladesh, 15 November 2018. According to the news reports  Bangladesh authorities are ready to begin
Frá mótmælum Róhingja í Bangladess í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Óvíst er um þau áform yfirvalda í Bangladess að byrja að senda flóttamenn úr röðum Róhingja aftur heim til Mjanmar.

Til stóð að flutningar hæfust í dag í samræmi við samkomulag sem náðist milli ríkjanna í síðasta mánuði. Það samkomulag hefur mætt mikilli andstöðu bæði frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum hjálparstofnunum.

Mikil mótmæli voru í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í morgun og sumir þeirra sem fara áttu í dag eru sagðir hafa flúið til skógar. Fréttastofan Al Jazeera hafði í morgun eftir Abul Kalam, sem fer með málefni Róhingja í Bangladess, að enginn yrði sendur heim nauðugur.