Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Óvissa um gjaldtöku af ferðamönnum

04.02.2016 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: Fréttir - RÚV
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og jafnframt ráðherra ferðamála sagði á Alþingi við upphaf þingfundar að ekkert frumvarp væri á hennar borði um væntanlega gjaldtöku af ferðamönnum.

Hún væri enn þeirrar skoðunar að náttúrupassi hefði verið góð leið en eins og allir viti hafi sú leið ekki hugnast þinginu en fleiri leiðir séu nú til skoðunar. Það var Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingar sem spurði ráðherra út í þessi mál og lýsti yfir vonbrigðum með svörin og sagði óviðunandi að ríkissjóður greiddi á meða gífurlegur fjöldi ferðamanna streymdi til landsins.