Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Óvenju sterkt Íslandsmót í skák

Mynd með færslu
 Mynd:

Óvenju sterkt Íslandsmót í skák

30.05.2014 - 19:07
Sex stórmeistarar keppa á Íslandsmótinu í skák sem nú fer fram í stúkunni við Kópavogsvöll. Mótið er haldið í hundraðasta sinn

Heyra mátti saumnál detta þegar fremstu skákmenn Íslands öttu kappi í stúkunni við Kópavogsvöll í dag. Sjöunda umferð af níu fór fram í dag en mótinu lýkur á sunnudag. Mikil spenna hefur verið og forystan breyst dag frá degi enda eðlilegt að hart sé barist þegar fremstu afreksmenn í hugaríþróttinni mætast. 
Tíu skákmenn tefla í efsta flokki, þar af eru sex stórmeistarar. Yngsti skákmaður á mótinu er átta ára en sá elsti sextíu og tveggja ára. Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er enn með forystu eftir daginn í dag, en úrslit mótsins verða ljós á sunnudag. Áhugamenn geta fylgst með mótinu í beinni útsendingu á skak.is