Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Óveðrið skollið á

03.05.2019 - 08:58
Erlent · Asía · Bangladess · Indland
An abandoned house and trees bend with gusty winds ahead of the landfall of cyclone Fani on the outskirts of Puri, in the Indian state of Odisha, Friday, May 3, 2019. Indian authorities have evacuated hundreds of thousands of people along the country's eastern coast ahead of a cyclone moving through the Bay of Bengal. Meteorologists say Cyclone Fani was expected to make landfall on Friday with gale-force winds of up to 200 kilometers (124 miles) per hour likely starting Thursday night. It warned of "extremely heavy falls" over parts of the state of Odisha and its southern neighbor Andhra Pradesh. (AP Photo)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Fellibylurinn Fani fór inn yfir strönd Indlands við Bengalflóa í nótt, en búið var að flytja fjölda fólks í öruggt skjól áður en óveðrið skall á.  

 

Fellibylurinn fór inn yfir land í Odisha-fylki um klukkan hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og hafði þá tekist að flytja meira en eina milljón manna frá helstu hættusvæðum.

Hefst megnið að fólkinu við í neyðarskýlum sem komið var upp, en búið var að gera víðtækar ráðstafanir áður en óveðrið skall á og var björgunarlii og hjúkrunarfólki bannað að fara í frí næstu vikur. Ekki er vitað um manntjón í óveðrinu, en tré hafa rifnað upp með rótum og raflínur slitnað.

Allir helstu flugvellir í Odisha og Vestur-Bengal eru lokaðir og járnbrautarkerfið liggur nánast niðri, en lestir léku stórt hlutverk í rýmingu strandhéraða fylkjanna tveggja og láglendisins upp af þeim í gær.

Veðurfræðingar spá því að Fani verði öflugasti fellibylur sem herjað hefur á þessar slóðir í meira en tvo áratugi.

Í Bangladess fyrirskipuðu yfirvöld rýmingu 19 sýslna við ströndina og búið er að koma þar upp 4.000 neyðarskýlum. Herinn er í viðbragðsstöðu í báðum löndum vegna hamfaranna.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV