Óútskýrður launamunur 12 prósent í BHM

26.08.2013 - 18:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Karlar fá mun hærri laun en konur samkvæmt kjarakönnun BHM. Sextíu prósent félagsmanna svöruðu könnuninni eða á sjötta þúsund félagsmanna.

Launamunur kynjanna er sextán komma þrjú prósent. Að teknu tilliti til Starfshlutfalls og vinnustunda - aldurs og menntunar og mannaforráða - og fjárhagslegrar ábyrgðar - er leiðréttur eða kynbundinn launamunur átta komma fjögur prósent. Víða er kynbundinn launamunur hærri en hjá starfstéttum Bandalags háskólamanna og því kom þessi mikli munur á óvart. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM.

„Já hann er landlægur fjandi.  Það er nú horft á ólíka þætti þarna inni en alltaf endar þetta á einhverri tölu sem er óútskýranleg og þá hlýtur það bara að felast í mannlegu eðli ég veit ekki hverju.“

Óleiðréttur launamunur er mestur hjá Einkafyrirtækjum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum eða tuttugu prósent en er fimmtán prósent hjá ríkinu. Nú tekur við vinna hjá einstökum félögum við að finna leiðir til að leiðrétta þennan launamun en stóra verkefnið er að leiðrétta kynbundinn launamun í kjarasamningum sem eru lausir eftir áramót. Leiðrétting á launamun kynjanna verður sett inn í kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi