Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Óttast hið versta í Austur-Kongó

11.05.2018 - 10:30
epaselect epa04675048 A Liberian man walk pass an ebola awareness painting on a wall in downtown Monrovia, Liberia, 22 March 2015. Liberia has confirmed a new case of Ebola, undermining growing hopes in the country that it might soon be declared free of
 Mynd: EPA - DPA
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að búast megi við nýjum ebólufaraldri í Austur-Kongó. Peter Salama, sem er yfirmaður neyðarviðbragðs stofnunarinnar segir að þetta sé mönnum mikið áhyggjuefni og menn búi sig undir hið allra versta. 32 ebólutilfelli hafa verið staðfest í hinu hrjáða landi frá því byrjun apríl og og 18 hafi þegar látist.

 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sent yfir fimmtíu sérfræðinga til Kongó, til að aðstoða stjórnvöld. Meira en ellefu þúsund manns létust í ebólufaraldrinum sem kom upp í vesturhluta Afríku árið 2013 og geisaði í um tvö og hálft ár. 
 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV