Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að búast megi við nýjum ebólufaraldri í Austur-Kongó. Peter Salama, sem er yfirmaður neyðarviðbragðs stofnunarinnar segir að þetta sé mönnum mikið áhyggjuefni og menn búi sig undir hið allra versta. 32 ebólutilfelli hafa verið staðfest í hinu hrjáða landi frá því byrjun apríl og og 18 hafi þegar látist.