Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Óttast efnahagslægð í Noregi

26.11.2014 - 08:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Efnahagslægð er yfirvofandi í Noregi ef heimsmarkaðsverð olíu fer ekki að hækka að nýju. Þessu spá tveir prófessorar við Viðskiptaháskólann í Noregi í grein í viðskiptadagblaðinu Finansavisen.

Þar kemur fram að verðið á norskri olíu hafi lækkað um 27 af hundraði að undanförnu. Prófessorarnir segja að ekki sé unnt að meta afleiðingarnar að svo stöddu. Þar skipti máli hvort verðið eigi eftir að lækka enn frekar og hversu lengi lækkunin vari. Í öllu falli megi Norðmenn gera ráð fyrir að ástandið á heimsmarkaði eigi eftir að valda minnkandi kaupmætti. Mögulega eigi þjóðarframleiðslan eftir að dragast saman um 0,5 til 2,5 prósent. Fari allt á versta veg sé útlit fyrir efnahagslægð í olíuríkinu. Því fylgi meðal annars samdráttur í fjárfestingum og versnandi staða á vinnumarkaði.