Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Óttast að ekki verði hægt að flytja grásle

13.04.2012 - 15:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Slæmar gæftir grásleppukarla í Norðurfirði á Ströndum komu í veg fyrir að kasta þyrfti grásleppu. Nú er skylda að færa alla grásleppu til vinnslu. Næsta fiskvinnsla er í Drangsnesi.

 Í vikunni ákvað Vegagerðin að öxulþungi á veginum um Bjarnarfjörð yfir í Steingrímsfjörð mætti ekki vera yfir 2 tonnum. Það þýddi að fiskflutningabíllinn sem notaður hefur verið til að flytja fisk milli Norðurfjarðar að Drangsnesi hefði ekki mátt aka um veginn þótt hann væri tómur.

Ekki gaf á sjó og því kom ekki til að grásleppukarlar lentu í vandræðum með flytja fiskinn. Vegurinn hefur batnað og nú er miðað við 5 tonna öxulþunga og því mögulegt að flytja grásleppuna í vinnslu. Hins vegar óttast Strandamenn að Vegagerðin takmarki aftur öxulþungann meira  í leysingunum í vor og við blasi að ekki verið hægt að sinna fiskflutningum í Drangsnes.

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar bendir á að öxulþungi sé ekki takmarkaður nema til að verja vegi skemmdum. Ónýtir vegir gagnist engum. 

Óttast að ekki verði hægt að flytja grásleppu