Hálslón, uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar, er engin smásmíð frá manna hendi, 57 ferkílómetrar þegar það er í fullri stærð, 25 km langt og 2 km breitt. Ósk Vilhjálmsdóttir, sem barðist gegn byggingu virkjunarinnar, þekkti svæðið vel áður en það fór undir vatn en ákvað að lokum að fara og ganga í kringum lónið.
Verkið Land undir fót er sett upp á sjö skjái í Hafnarhúsinu og þar er hægt að fylgjast með framvindu göngunnar. Hljóðrásin er búin til úr iðnaðarhljóðum, hreyfing myndavélarinnar er mikil og áhrifin einnig.
„Ég spenni á mig tvær myndavélar, eina á bringuna og aðra á ennið þegar ég fer af stað. Ég er svo ekkert að hugsa meira um þessar vélar, er bara landkönnuður og það er í rauninni linsan sem ákveður hvað við sjáum. Höfuðið hreyfiðist síðan meira til, þannig að það er taka vélarinnar framan á mér, hjartatakan, sem varð fyrir valinu.“