Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ostakökur

Mynd með færslu
 Mynd: DR

6 stk

Innihald:
Kexbotn:
60 g smjör
10 Digestive-kexkökur
6 stk sívalingsform 5 sm í þvermál, 5 sm há
6 stk lagkökustrimlar

Krem:
1 matarlímsblað
300 g rjómaostur
100 g 38% sýrður rjómi
1/2 stk ósprautuð sítróna
1/2 stk vanillustöng
65 g flórsykur

Kirsuberjahlaup:
3 matarlímsblöð
300 g þídd, frosin kirsuber
2 dl vatn
150 g sykur
Safi úr 1 sítrónu
Tóma vanillustöngin úr kreminu!

Aðferð
Kexbotnar:
Leggið sívalningsformin á flatan disk eða á flatt fat og leggið plasstrimlana í svo að þeir liggi í kantinum á öllum formunum. Bræðið smjörið í litlum potti þar til það er rétt svo bráðnað.

Myljið kexið alveg og blandið því vel saman við bráðið smjörið. Dreifið massanum jafnt í botninn á formunum og þrýstið kexmassanum vel niður. Setjið botnana í ískápinn.

Krem:
Leggið matarlímið í bleyti í 1/2 lítra af köldu vatni í 30 mínútur. Setjið ófergðan ostog sýrðan rjóma í stóra skál. Þvoið sítrónuna og rífið hana fínt í skálina. Skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr helmingnum af sítrónunni gegnum sigti í skálina. Skerið vanillustöngina langsum og skafið kornin út með litlum hníf. (Geymið tómu vanillustöngina til að nota í kirsuberjahlaupið.) Merjið kornin saman við flórsykurinn með hnífnum svo að kornin aðskiljist. Setjið heimatilbúna vanillusykurinn í skálina og hrærið allt saman í slétt krem.

Vindið matarlímið og setjið það í lítinn pott með 3 msk af kreminu. Bræðið matarlímið við miðhita meðan þið haldið fingrinum á botni pottsins. Takið pottinn af hitanum þegar botninn verður of heitur til að snerta. Takið pottinn af hitanum og látið blönduna kólna niður í 40-50 gráður.

Setjið því næst 3 msk til viðbótar af kreminu í 40-50 gráðu heitan pottinn og hrærið vel. Setjið heita hlutann í stóru skálina með kreminu og hrærið öllu hratt saman. Setjið kremið í einnota sprautupoka. Sprautið nú kreminu í sívalningsformin beint ofan kalda kexbotnana. Hættið 1/2 sm frá barminum svo að það sé pláss fyrir svolítið hlaup. Setjið kökurnar í frysti í 1-2 klukkutíma. Á meðan búið þið til kirsuberjahlaupið.

Kirsuberjahlaup:
Leggið matarlímið í bleyti í 1/2 lítra af köldu vatni í 30 mínútur. Sjóðið upp kirsuber, vatn, sykur, safann úr sítrónunni og tómu vanillustöngina þar til allur sykurinn hefur leyst upp og takið pottinn af hitanum.

Látið kirsuberjalöginn standa í nokkrar mínútur. Hellið kirsuberjasaftinni gegnum saftpoka eða undið, hreint viskustykki í sigti. Vindið matarlímið og setjið það beint út í hreina saftina. Hrærið varlega þar til matarlímið hefur bráðnað.

Bíðið þar til hlaupsaftin er 35 gráður og setjið því næst svolítið ofan á ískaldar ostakökurnar. Setjið kökurnar í ísskápinn í að minnsta kosti 3 klukkutíma eða gjarnan til næsta dags. Hellið afgangnum af hlaupinu varlega á 6 litla diska sem kökurnar verða bornar fram á seinna. Losið kaldar kökurnar úr bæði formi og plasti meðan þær eru ískaldar.

Karamellustrá:
Bræðið isomalt þar til það er fljótandi og glært í litlum potti.

Takið pottinn af hitanum og látið glæra karamelluna kólna ögn þar til hún er aðeins seig.

Dýfið matskeið í seiga karamelluna og dragið langar karamellulínur á smjörpappír eða bökunarmottu. Búið til margar svo að þið getið valið þær fallegustu...

Látið línurnar kólna alveg og brjótið þær í um það bil 15 sm strá.

Að bera fram:
Leggið litlu diskana 6 með hlaupi ofan á 6 aðeins stærri diska.
Setjið kaldar ostakökurnar 6 í miðjuna á hlaupinu.
Stingið stráunum varlega í og berið fram eftir 10 mínútur. 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir