Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Öskusprengingar í Eyjafjallajökli

22.06.2010 - 13:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Öskumistur liggur nú yfir bæjum í Fljótshlíð og í grennd við Eyjafjallajökul. Ásgeir Árnason, bóndi á Stóru-Mörk þrjú undir Eyjafjöllum, sagði í samtali við Fréttastofu að þar sæist vart milli bæja. Hann segir að ástandið hafi verið gott undanfarið en nú hafi þornað á ný og þá rjúki askan upp. Hann kvaðst jafnframt hafa séð svartan strók upp úr jöklinum seint í gærkvöld. Gosið í Eyjafjallajökli hefur legið niðri síðan 23. maí, en síðan hafa nokkrar öskusprengingar orðið.