Óskarsverðlaun fyrir „poppkornsmyndir“

epa05179492 An OSCAR statue stands ready for paint touch up during preparations for the 88th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 24 February 2016. The annual awards ceremony will be held on 28 February 2016.
 Mynd: EPA

Óskarsverðlaun fyrir „poppkornsmyndir“

08.08.2018 - 18:32

Höfundar

Fram undan eru umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi Óskarsverðlaunahátíðarinnar en sífellt færri horfa á þau í sjónvarpi. Veitt verða verðlaun fyrir bestu vinsælu myndina, hætt að sýna beint frá afhendingu viðurkenninga í ákveðnum flokkum og Óskarinn fer fyrr fram frá árinu 2020.

Þetta kemur fram í bréfi sem John Bailey, nýlega endurkjörinn forseti akademíunnar, og framkvæmdastjóri hennar Dawn Hudson sendi meðlimum.

Síðustu Óskarsverðlaun voru þau nítugustu í röðinni en áhorf var það minnsta frá því að byrjað var að senda þau út í sjónvarpi. Einungis 26,5 milljónir fylgdust með, sautján prósentum færri en árið áður.

Í viðleitni sinni til að snúa þeirri þróun við hefur akademían ákveðið að ráðast í róttækar breytingar á Óskarnum. Flestir áhorfendur hafa lítinn áhuga á viðurkenningum í ýmsum smærri flokkum. Því verða afhendingar verðlauna í vinsælli flokkum sýndar beint í sjónvarpi og í afhendingar í minni flokkum fara fram á meðan auglýsingahlé standa yfir. Afhendingar verðlauna í óvinsælli flokkum verða síðan klipptar til og sýndar síðar í útsendingunni. Þetta er sambærilegt fyrirkomulag og tíðkast þegar Tony-verðlaunin, fyrir sýningar á Broadway, eru veitt í New York. Markmiðið er að útsendingin frá Óskarsverðlaununum verði ekki lengri en þrír tímar.

Nýjum verðlaunaflokki verður bætt við en ekki er víst hvort að hann verði hluti af níutugustu og fyrstu verðlaununum sem afhent verða 24. febrúar.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu vinsælu kvikmyndina eða „poppkorns Óskar“ eins og Hollywood Reporter kallar verðlaunin í umfjöllun sinni. Þar með er tryggt að allar skærustu stjörnur stærstu kvikmynda ársins mæti á Óskarinn.

Að lokum hefur verið ákveðið að frá 2020 verði Óskarinn afhendur tveimur vikum fyrr en áður. Þetta er gert til að tryggja að Óskarsverðlaunahátíðin séu ekki síðasta verðlaunahátíðin í kvikmyndabransanum í Bandaríkjunum.