Óskarsleikarar fá ferð til Íslands að gjöf

epa03116767 A woman grabs an Oscar statuette during the opening of the Academy of Motion Picture Arts and Sciences 'Meet the Oscars, Grand Central' at Vanderbilt Hall in Grand Central Terminal in New York, New York, USA, 22 February 2012.
 Mynd: EPA

Óskarsleikarar fá ferð til Íslands að gjöf

21.02.2019 - 23:30

Höfundar

Allir þeir sem tilefndir eru til Óskarsverðlauna í flokkum aðal- og aukaleikara, aðal- og aukaleikvenna og leikstjóra fá veglegan gjafapakka að andvirði tug milljóna króna. Einn aðalvinninganna er lúxusferð til Íslands.

Frá þessu er greint á vef bandaríska tímaritsins Forbes. Vinningarnir eru ekki á vegum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Í gjafapakkanum er leikurunum, leikkonunum og leikstjórunum gefinn kostur á að velja sér lúxusferð til eins af fjórum áfangastöðum; til Íslands, Galapagos-eyja, í Amazon-frumskóginn eða til Kosta Ríka og Panama.

Gjafapakkinn er sérstakur í ár fyrir þær sakir að í honum þykja vera óvenjulega mikið af gjöfum sem tengjast kannabisefnum. Í pakkanum er líka sjálflýsandi kúka-tjáknsdrullusokkur. Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld.

Mynd með færslu

Alls eru 53 hlutir í pakkanum. Sem dæmi má nefna:

 • Ísskápur fullur af mexíkósku kóla
 • Einkatími í fóbíumeðferð
 • 30.000 dollara fegrunarmeðferð frá Dr. Konstantin Vasyukevich
 • Ársaðild að MOTA-klúbbnum í Los Angeles þar sem leyfilegt er að reykja kannabis
 • Nýjasta hefti Wall Street Jounal-tímaritsins ásamt þriggja mánaða áskriftarkorti
 • Orkugefandi og megrandi fæðubótaefni
 • 10 einkatímar með einkaþjálfaranum Alexis Seletzky
 • Vikulöng dvöl í strandhýsi í Grikklandi
 • Litbreytandi varalitur frá Blush & Whimsy
 • Yngingarmeðferð
 • Gerviaugnhár
 • Skartgripir
 • Hollustunammi
 • Hárblásarar
 • Heimsins fyrsta hljóðlausa brjóstaprumpan
 • 100% lífrænt hlynsíróp
 • Hundaól sem ekki þarf að halda í
 • Alnáttúrulegt hárvaxtarhamlandi krem fyrir öll kyn
 • Soul Shropshire kerti úr olíum
 • Endurnýtanlegir taupokar

Alls fá 25 gjafapakkann stóra. Fimm eru tilnefnd í flokkunum fimm. Það eru:

Leikkona í aðalhlutverki:

 • Yalitza Aparicio fyrir Roma
 • Glenn Close fyrir The Wife
 • Olivia Colman fyrir The Favourite
 • Lady Gaga fyrir A Star Is Born
 • Melissa McCarthy fyrir Can You Ever Forgive Me?

Leikari í aðalhlutverki:

 • Christian Bale fyrir Vice
 • Bradley Cooper fyrir A Star Is Born
 • Willem Dafoe fyrir At Eternity’s Gate
 • Rami Malek fyrir Bohemian Rhapsody
 • Viggo Mortensen fyrir Green Book

Leikstjórn:

 • BlacKkKlansman í leiksstjórn Spike Lee
 • Cold War í leiksstjórn Paweł Pawlikowski
 • The Favourite í leiksstjórn Yorgos Lanthimos
 • Roma í leiksstjórn Alfonso Cuarón
 • Vice í leiksstjórn Adam McKay

Leikari í aukahlutverki:

 • Mahershala Ali fyrir Green Book
 • Adam Driver fyrir BlacKkKlansman
 • Sam Elliott fyrir A Star Is Born
 • Richard E. Grant fyrir Can You Ever Forgive Me?
 • Sam Rockwell fyrir Vice

Leikkona í aukahlutverki:

 • Amy Adams fyrir Vice
 • Marina de Tavira fyrir Roma
 • Regina King fyrir If Beale Street Could Talk
 • Emma Stone fyrir The Favourite
 • Rachel Weisz fyrir The Favourite

 

Tengdar fréttir

Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn

Kvikmyndir

Átta myndir sem hefðu átt að vinna Óskarinn